Hver erum við?

Hver erum við?

URRI er nýsköpunarfyrirtæki stofnað af Aroni, Birnu, Katli, Selmu og Ölmu. Fyrirtækið spratt upp úr lokaverkefni í Menntaskólanum við Sund. Urri hefur vakið mikla athygli fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefna.

Urri framleiðir hundaleikfang úr endurunnu fiskneti, notuðum tennisboltum og íslensku þorskroði. Með því að nýta þessi efni tekur Urri skref í átt að umhverfisvænni framtíð ásamt því að gleðja hunda með leikfangi sem er gómsætt og spennandi til lengri tíma.

Urri var valið Fyrirtæki ársins 2025 á uppskeruhátíð JA ungra frumkvöðla og fékk einnig viðurkenningu fyrir besta sölu- og markaðsstarfið. Nú bíður stærra tækifæri fyrir Urra þar sem fyrirtækið mun keppa fyrir hönd Íslands í Gen-E 2025 í júlí, stærstu frumkvöðlakeppni Evrópu sem haldin verður í Aþenu í Grikklandi. 

 

Translation missing: is.blogs.article.back_to_blog