1.apríl 2025

Bakhlið Morgunblaðsins

URRI vakti athygli þegar fyrirtækið birtist á bakhlið Morgunblaðsins.

Kaupa Urra

1.apríl 2015

Urri á bylgjunni

URRI fór í viðtal á Bylgjunni þann 1. apríl. Þar var fjallað um leikfangið sjálft, hugmyndina og framleiðsluna og teymið sjálft. Í lok viðtalsins fluttum við einnig frumsamda lagið um Urra leikfangið!

📺 Hlustaðu á viðtalið hér:
URRI á Bylgjunni – Vísir.is

Kaupa Urra

5.apríl 2025

Besta sölu- og markaðsstarfið

URRI fékk viðurkenningu fyrir besta sölu- og markaðsstarfið á Vörumessu Ungra frumkvöðla sem haldin var í Smáralind þann 5.apríl síðastliðinn, en alls tóku 142 fyrirtæki þátt.

Þessi viðurkenning endurspeglar frábæra samvinnu innan fyrirtækisins og sterka tengingu við viðskiptavini, bæði í persónulegum samskiptum og á netinu.

Kaupa Urra

30.apríl 2025

Urri keppir fyrir hönd Íslands í Aþenu🇬🇷

URRI var valið Fyrirtæki ársins 2025 á uppskeruhátíð JA Ungra frumkvöðla úr hópi 142 fyrirtækja víðsvegar á landinu. Þessi viðurkenning er mikil hvatning og Urra hópurinn er mjög þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri.

Í júlí mun URRI keppa fyrir hönd Íslands í Gen-E 2025, stærstu frumkvöðlakeppni Evrópu, sem haldin verður í Aþenu 1-3 júlí. Þar mun íslenska hundaleikfangið stíga á alþjóðavettvang.

Stærra tækifæri og stærri draumar. Framtíð URRA er rétt að byrja. 🐶

Kaupa urra

10.maí 2025

URRI í kvöldfréttum Stöðvar 2

URRI var í kvöldfréttum á Stöð 2 þar sem tekið var viðtal við hópinn og spurt út í hugmyndina á bakvið fyrirtækið. Einnig var spurt nánar út í Gen-E keppnina í Grikklandi

Kaupa urra