Teymið okkar

Framleiðslustjóri

Ketill Ágústsson

Ketill er framleiðslustjóri Urra og sá sem stendur mest að því að búa til leikföngin. Hann nýtir styrk og krafta sína til að tryggja að allt gangi smurt fyrir sig. Með skapandi hugsunarhætti gerir hann verklegu vinnuna auðveldari. Ketill er ekki bara duglegur og vinnufús, hann er einnig góður peppari þegar þess þarf að halda.

Framkvæmdarstjóri

Alma Ösp Óskarsdóttir

Alma Ösp er framkvæmdarstjóri Urra og sú sem heldur öllu skipulagi gangandi. Hún er ómissandi fyrir fyrirtækið, þar sem hún drífur það áfram með öflugri stjórn og dugnaði. Alma er alltaf á tánum og reddar langflestum vandamálum sem koma upp, hvort sem það eru dagleg verkefni eða stórar áskoranir. Hún sér einnig um að vörusendingarferlið sé í toppstandi, þannig að allt fari fram á réttum tíma. Með ábyrgð, ástríðu og einbeitingu tryggir Alma að Urri nái sínum markmiðum og haldi áfram að vaxa.

Ritari

Selma Lísa Björgvinsdóttir

Selma er ritari Urra og gegnir lykilhlutverki í daglegu starfi fyrirtækisins. Hún sér um fundargerðir, skjöl og skipulag sem tryggir að upplýsingaflæði og utanumhald sé ávallt í lagi. Með nákvæmni, yfirvegun og traustum vinnubrögðum tryggir hún að hlutirnir haldist í röð og reglu.

Markaðsstjóri

Aron Valur Gunnlaugsson

Aron Valur er markaðsstjóri Urra. Hann er drifinn af skapandi hugsun og frumlegum nálgunum. Hann leitast við að gera vöruna eftirtektarverða og fyrirtækið sýnilegra með ferskum hugmyndum og vönduðu efni. Aron nýtir hæfileika sína í myndbandsgerð og hönnun til að búa til áhrifaríkt og grípandi markaðssefni. Hann er höfundur vefsíðunnar og heldur utan um hana. Með þessu tryggir hann að Urri sé ekki bara sýnilegt, heldur einnig í stöðugri þróun og áfram í forystu á markaðnum.

Fjármálastjóri

Birna Kolbrún Jóhannsdóttir

Birna er fjármálastjóri Urra og sér um að halda utan um fjármál fyrirtækisins. Hún er bæði nákvæm og áreiðanleg þegar kemur að fjármálum. Birna er mjög dugleg að setja upp rekstaráætlanir, þar sem hún tryggir að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt. Hún heldur hópnum upplýstum um kostnað og veitir ráðleggingar um hvað ætti að kaupa og hvað ekki, þannig að fyrirtækið geti haldið áfram að vaxa og ná markmiðum sínum án óþarfa útgjalda.